Yfir 100 þúsund krónur á hvern kjósanda á kjörtímabilinu
Sama dag og Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands setti Alþingi lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp með nær 7 milljörðum til hernaðar á næsta ári að mestu fyrir Úkraínu. Á sama tíma er spennustigið að aukast og Rússar hóta að ráðast á þau ríki sem senda vopn.
Gegn yfirlýstri stefnu forseta Íslands
Forseti Íslands hefur lýst andstöðu við þessar hugmyndir og segir hægt að semja um aðrar lausnir en vopnakaup. Segir samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi:
„Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslendingar úti um allt land hafa tekið undir með mér. Besta öryggisstefnan að vera alltaf landið sem velur frið og hættulegasta stefnan sem við getum valið sem þjóð er að að taka þátt í þessum átökum. Við getum verið litla þjóðin sem lyftir grettistaki í heiminum með því að velja frið” sagði Halla Tómasdóttir í fyrr á þessu ári.