Lekinn

Alþingi

Ég krefst þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir segi af sér þingmennsku

Axlaðu ábyrgð Hanna Birna Kristjánsdóttir

 Grundvöllur lýðræðis er að kjósendur geti treyst kjörnum fulltrúum á Alþingi, ráðherrum og ríkisstofnunum.  Með lögum skal land byggja segir í einkunnarorðum lögreglu á sama tíma og Hanna Birna Kristjánsdóttir Innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður löggæslu þjóðarinnar hefur orðið uppvís að því að segja þingi og þjóð ítrekað ósatt í svokölluðu “lekamáli”.  Fjölmiðlar hafa nú skýrt frá úrskurði Héraðsdóms og gögnum lögreglu þar sem komi fram að ráðherrann hafi vitað af lögbroti, aðhafðst ekkert, greint þjóðinni rangt frá málavöxtum. Ekki standi steinn yfir steini í tilkynningum á vef innanríkisráðuneytisins í tengslum við lekamálið.

Nauðsynlegt er af virðingu fyrir lýðræði og lögum að þú Hanna Birna Kristjánsdóttir axlir tafarlaust ábyrgð með afsögn sem ráðherra og þingmaður. 

Áskorun send Innanríkisráðherra, Innanríkisráðuneytinu, Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra.

ATH: Þegar smellt er á “SENDA ÁSKORUN” færðu sendan póst með hlekk til að staðfesta undirskriftina. Án staðfestingar sendist áskorunin ekki og nafnið þitt fer ekki á listann! Vanti rétta kennitölu er skráningu eytt. Berist staðfestingarpóstur ekki strax – þá kannaðu hvort skeytið hefur lent í spamfolder

Síðustu Undirskriftir / Latest Signatures

Share Button

2 Comments

  1. Kristín María Kristinsdóttir on 06/05/2014 at 14:50

    Væri hægt að fela kennitölur þeirra sem skrifa undir? Mér finnst þetta full miklar upplýsingar sem hver sem er getur séð. Ég sé ekki að ég geti fjarlægt mína svona eftir á.

    • admin on 06/05/2014 at 17:18

      Breytti þessu, þannig kennitalan er ekki sýnd opinberlega á síðunni

Leave a Comment