Höfnum hernaðaruppbyggingu

Eisenhower fyrrverandi Bandaríkjaforseti varaði við ítökum hers og hergagnaframleiðenda. Það eru engir stórir óvinir í sjónmáli, en samt er haldið áfram að ausa peningum í hermál. Þetta er kerfi sem viðheldur sjálfu sér, það þarf að finna óvini ef þannig ber undir. Út á þetta gengur Bandarísk utanríkisstefna í dag og nú er reynt að draga Ísland inná vígvöllinn.

Forsætisráðherra,

Ég skora á þig að sýna þann heiðarleika og kjark að hafna hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna á Íslandi. Sem leiðtogi VG ber þér skylda til að virða ályktun flokksráðs VG. Sem forsætisráðherra ber þér að virða þá staðreynd að meirihluti Íslensku þjóðarinnar styður ekki hernaðaruppbyggingu.

Aukin vígvæðing stuðlar að auknum ófriði og eykur enn frekar ógnina af loftlagsbreytingum.

Bandaríkin hafa gengið fram með slíku hernaðarlegu offorsi og ofbeldi síðustu áratugi að milljónir manns liggja í valnum og enn fleiri á flótta frá heimilum sínum. Undanfarið hefur bandaríkjaforseti hótað hernaði gegn fleiri þjóðum jafnvel með kjarnorkuvopnum. Þá hafa Bandaríkin haft í hótunum við dómara alþjóða stríðsglæpadómstólsins vogi þeir sér að rannsaka stríðsglæpi bandaríkjahers, dregið sig úr alþjóðasamstarfi m.a. um mannréttindi og loftlagsmál. Íslendingar eiga ekki samleið með slíkri útlagaþjóð sem Bandaríkin eru orðin og nauðsynlegt að við segjum það hreint út.

Heimili Íslensk stjórnvöld bandaríkjaher að auka umsvif sín á Íslandi mun það ótvírætt leiða til þess að draga Ísland inní átakasvæði í framtíðinni. Hernaðaraðstaða á Íslandi verður nýtt í tengslum við nýjar styrjaldir og landið verður skotmark. Við þurfum sem þjóð að spyrna við nú strax og hafna alfarið að slíkt miðstöð styrjaldar rísi á Íslandi. Enginn hagnast á stríði nema hergagnaframleiðendur í leit að skammtímagróða. Eisenhower fyrrum forseti Bandaríkjanna varaði einmitt við þessari þróun árið 1961. Ég skora á þig að minna á þetta um leið og þú hafnar hernaðarsamstarfi við Bandaríkin.

Áskorun send Forsætisráðherra.

ATH: Þegar smellt er á “SENDA ÁSKORUN” færðu sendan póst með hlekk til að staðfesta undirskriftina. Án staðfestingar sendist áskorunin ekki og nafnið þitt fer ekki á listann! Vanti rétta kennitölu er skráningu eytt. Berist staðfestingarpóstur ekki strax – þá kannaðu hvort skeytið hefur lent í spamfolder

Síðustu Undirskriftir / Latest Signatures

Share Button