400 áskoranir bárust á nokkrum klukkstund​um

Reykjavík 30 janúar 2012.
Á fáeinum klukkustundum í gærkveldi höfðu nær 400 manns sent áskorun á alþingismenn sem sögðu JÁ við Icesave III eða sátu hjá. Rúmlega 250 undirskriftir hafa þegar verið staðfestar og áframsendar á netföng viðkomandi alþingismanna og beðið er eftir staðfestingum notenda á um 150 undirskriftum til viðbótar.
Undirskriftirnar halda áfram að streyma inn á austurvöllur.is.
Áskorunarkerfið á Austurvöllur.is virkar þannig að notendur fylla út eyðublað á síðunni og geta þannig sent þingmönnum staðlað bréf eða sett inn eigin texta með áskorun á þá alþingismenn sem sögðu JÁ við Icesave III eða sátu hjá.
Þegar smellt hefur verið á takkann “Senda áskorun” á austurvöllur.is fær viðkomandi notandi sendan póst frá vefnum með hlekk til að staðfesta undirskriftina. Um leið og undirskriftin hefur verið staðfest er áskorunin áframsend af kerfinu til viðkomandi þingmanna.
Undirskriftunum er jafnframt safnað saman og verða þær prentaðar út og síðan afhentar hverjum þingmanni fyrir sig með boðsendu bréfi.
Einstaka fréttamiðlar hafa í gær spurt hver standi á bakvið undirskriftarsöfnunina. Engin einn aðili stendur á bakvið. Áskoranir eru sendar frá hverjum og einum einstakling fyrir sig undir eigin nafni til viðkomandi alþingismanns. Hópur fólks sem ekki tilheyrir neinum sérstökum flokk eða félagi hafði samband við Lýðræðishreyfinguna og bað um að fá lánað lénið austurvöllur.is og tækniaðstoð við að setja upp áskorunarkerfið. Lýðræðishreyfingunni er ljúft að aðstoða einstaklinga og félög við hverskyns lýðræðisþróun.
Hér má senda alþingismanni áskorun: https://austurvollur.is
ATH: Hafir þú sent áskorun en ekki fengið sendan staðfestingarpóst, þá vinsamlegast skoðaðu spam folderinn. Sum póstkerfi t.d. Hotmail geta sett þennan póst í þá möppu. Þú getur einnig gert leit í póstinum hjá þér að “austurvollur.is” til að finna póstinn frá síðunni.
Share Button

Leave a Comment