Stöðvum vopnakaupin

Sama dag og Halla Tómasdóttir nýkjörinn Forseti Íslands setti Alþingi í fyrsta sinn, lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp með nær 7 milljörðum til hernaðar. Yfirlýst stefna Höllu er að leita friðar án vopna. Meirihluti þjóðarinnar er á sama máli.

Forsetinn þarf stuðning til að vísa málinu til þjóðarinnar:
1. Skráðu þig á listann (Opnast í nýjum flipa)
2. Sendu Áskorun neðar á síðunni

Senda Áskorun

Þjóðin vill ekki vopnakaup

„Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslend­ing­ar úti um allt land hafa tekið und­ir með mér“ Halla Tómasdóttir, Forsetafundur Morgunblaðsins Reykjanesbæ.

Hægt að semja um aðrar lausnir en vopnakaup

Í vopnakaupamálinu segist Halla heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að þjóðin vilji ekki taka þátt í slíku athæfi. Halla segir að vel hefði verið hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Viðtal á Útvarp Sögu

Getum verið þátttakendur í vestrænu samstarfi án þess að leggja fé til vopnakaupa

„Ég er hlynnt því að við tök­um alltaf af­stöðu með friði og nýt­um öll okk­ar áhrif til þess að fara fyr­ir friði. Við erum í varn­ar­banda­lagi – varn­ar­banda­lagi er lyk­il­orð – ekki sókn­ar­banda­lagi með Atlants­hafs­banda­lag­inu og það er mín skoðun að við get­um verið þátt­tak­end­ur í því og vest­rænu sam­starfi án þess að leggja fé til vopna­kaupa“ Halla Tómasdóttir Reykjanesbæ

Get­um lyft grett­i­staki með því að velja frið

Stefán sagði að það þyrfti vopn til að verj­ast Rúss­um og þá sagði Halla: „Já og það eru marg­ar þjóðir – í raun­inni all­ar – að skipa sér í lið í þessu stríði, í Mið-Aust­ur­lönd­um, í sautján stríðum í Afr­íku og það eru stríð úti um all­an heim. Við get­um verið litla þjóðin sem lyft­ir grett­i­staki í heim­in­um með því að velja frið,“ sagði hún.

Fjármögnum frekar stoðtæki

Halla Tómasdóttir kvaðst á forsetafundi Morgunblaðsins ekki vera hlynnt því að íslensk stjórnvöld styddu vopnakaup til Úkraínu, sem verst áfram gegn ólöglegri innrás Rússlands. Hún vildi frekar að Ísland fjármagnaði sáraumbúðir frá Kerecis og stoðtæki frá Össuri.

Viljum ekki vopnakaup

,Það kom mér mjög á óvart að heyra af þessum vopnakaupum og ég upplifi það um allt land að það hafi komið þjóðinni á óvart". Þá sagði Halla að það væri annað að vera i varnarbandalagi en að taka þátt í hernaði með vopnakaupum.

Grunngildi þjóðarinnar að vera friðsöm

Halla Tómasdóttir sagði það hafa komið sér á óvart að íslensk stjórnvöld hefðu lagt fjármuni í vopnakaup. Það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Það væru aðrar leiðir til að taka þátt í varnarbandalagi en með vopnakaupum, t.d. með samstarfi við fyrirtæki á borð við Kerecis og Össur. Hún telji að þjóðin vilji ekki taka beinan þátt í stríði og friður sé það sem hún sjálf vilji hafa í hávegum. Kappræður Stöð2

Leggðu til þinn stuðning

Greiða má með korti eða leggja inná reikning 0133-15-008494 Kt: 540795-2589 - Friður2000

Mun Alþingi fremja landráð?

Umsögn um Fjárlög 2025 Sent Alþingi 6 október 2024 Mun Alþingi fremja landráð? Frumvarpið fjárlög 2025 sem inniheldur áætlun um milljarða króna til vopnakaupa í þágu erlends ríkis til stríðs á erlendri grundu, er stríðsyfirlýsing gegn Íslensku þjóðinni, forseta Íslands og stærsta kjarnorkuveldi heims.  Hver sá þingmaður sem styður slík vopnakaup er um leið að…

Deildu
Lesa meira

7 milljarðar á ári til hernaðar

Yfir 100 þúsund krónur á hvern kjósanda á kjörtímabilinu Sama dag og Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands setti Alþingi lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp með nær 7 milljörðum til hernaðar á næsta ári að mestu fyrir Úkraínu. Á sama tíma er spennustigið að aukast og Rússar hóta að ráðast á þau ríki sem senda vopn. Gegn…

Deildu
Lesa meira

Börn skrifa dauðakveðjur á sprengjur áður en þeim er skotið til að drepa fólk

Deildu

Deildu
Lesa meira

Beinn hlekkur á undirskriftarlistann á island.is
https://island.is/undirskriftalistar/af80a648-afe7-46da-96f1-a4db95dbf63c

Deildu