Þjóðin vill ekki vopnakaup
„Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslendingar úti um allt land hafa tekið undir með mér“ Halla Tómasdóttir, Forsetafundur Morgunblaðsins Reykjanesbæ.
Hægt að semja um aðrar lausnir en vopnakaup
Í vopnakaupamálinu segist Halla heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að þjóðin vilji ekki taka þátt í slíku athæfi. Halla segir að vel hefði verið hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Viðtal á Útvarp Sögu
Getum verið þátttakendur í vestrænu samstarfi án þess að leggja fé til vopnakaupa
„Ég er hlynnt því að við tökum alltaf afstöðu með friði og nýtum öll okkar áhrif til þess að fara fyrir friði. Við erum í varnarbandalagi – varnarbandalagi er lykilorð – ekki sóknarbandalagi með Atlantshafsbandalaginu og það er mín skoðun að við getum verið þátttakendur í því og vestrænu samstarfi án þess að leggja fé til vopnakaupa“ Halla Tómasdóttir Reykjanesbæ
Getum lyft grettistaki með því að velja frið
Stefán sagði að það þyrfti vopn til að verjast Rússum og þá sagði Halla: „Já og það eru margar þjóðir – í rauninni allar – að skipa sér í lið í þessu stríði, í Mið-Austurlöndum, í sautján stríðum í Afríku og það eru stríð úti um allan heim. Við getum verið litla þjóðin sem lyftir grettistaki í heiminum með því að velja frið,“ sagði hún.
Fjármögnum frekar stoðtæki
Halla Tómasdóttir kvaðst á forsetafundi Morgunblaðsins ekki vera hlynnt því að íslensk stjórnvöld styddu vopnakaup til Úkraínu, sem verst áfram gegn ólöglegri innrás Rússlands. Hún vildi frekar að Ísland fjármagnaði sáraumbúðir frá Kerecis og stoðtæki frá Össuri.
Viljum ekki vopnakaup
,Það kom mér mjög á óvart að heyra af þessum vopnakaupum og ég upplifi það um allt land að það hafi komið þjóðinni á óvart". Þá sagði Halla að það væri annað að vera i varnarbandalagi en að taka þátt í hernaði með vopnakaupum.
Grunngildi þjóðarinnar að vera friðsöm
Halla Tómasdóttir sagði það hafa komið sér á óvart að íslensk stjórnvöld hefðu lagt fjármuni í vopnakaup. Það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Það væru aðrar leiðir til að taka þátt í varnarbandalagi en með vopnakaupum, t.d. með samstarfi við fyrirtæki á borð við Kerecis og Össur. Hún telji að þjóðin vilji ekki taka beinan þátt í stríði og friður sé það sem hún sjálf vilji hafa í hávegum. Kappræður Stöð2
Beinn hlekkur á undirskriftarlistann á island.is
https://island.is/undirskriftalistar/af80a648-afe7-46da-96f1-a4db95dbf63c