Skorum á fjölmiðla að virða tjáningarfrelsið. Allir forseta frambjóðendur mætist saman í kappræðum. Þjóðin velur forsetann!Lesa eða breyta áskorunartexta Til fréttastofu, stjórnenda fjölmiðla og alþingismanna Ég geri alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð fjölmiðla að handvelja frambjóðendur í kappræðuþætti og úthýsa öðrum í lýðræðislegri umræðu fyrir komandi forsetakosningar. Ég fordæmi vinnubrögð sem Stöð2 viðhafði með slíku hátterni 16. maí á skjön við lög og reglur um fjölmiðla og sem er augljós tilraun til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðu komandi forsetakosninga. Fjölmiðlar hafa skyldur samkvæmt lögum sem jafnframt er grundvöllur þess að fjölmiðlar séu styrktir af almannafé. Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Fjölmiðlanefnd hefur sérstaklega áréttað þetta: Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar samkvæmt kosningalögum nr. 112/2021. Fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir í aðdraganda lýðræðislegra kosninga og gegna lykilhlutverki við að veita almenningi hlutlægar fréttir og upplýsingar vegna hinnar lýðræðislegu ákvarðanatöku. Ég krefst þess að fjölmiðlar sem tekið hafa við styrkjum af almannfé láti af slíku hátterni eða skili opinberu fé sem verið er að misnota með þessum hætti. You can add formatting using markdown syntax - read moreLeiðbeiningar Fjölmiðlanefndar: https://fjolmidlanefnd.is/forsetakosningar-2024/ Skrá mig á póstlistann BCC yourself Senda Áskorun / Send Appeal